Mörkin komu seint í fyrsta sigri Gerrard (myndskeið)

Steven Gerrard stýrði Aston Villa til 2:0-sigurs gegn Brighton á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag í sínum fyrsta leik sem knattspyrnustjóri í deildinni. 

Eftir markalausan fyrri hálfleik skoruðu þeir Ollie Watkins og Tyrone Mings í seinni hálfleik og tryggðu Villa fyrsta sigurinn eftir fimm töp í röð. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport. 

mbl.is