Sterling bestur í desember

Raheem Sterling leikur á leikmann Arsenal.
Raheem Sterling leikur á leikmann Arsenal. AFP

Raheem Sterling, sóknarmaður Manchester City, hefur verið útnefndur besti leikmaður desembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Sterling skoraði fimm mörk og átti eina stoðsendingu í fimm sigurleikjum City í síðasta mánuði ársins 2021 og skoraði í leiðinni sitt hundraðasta mark í úrvalsdeildinni. Það var sigurmark gegn Wolves, 1:0.

Þetta er í þriðja sinn sem Sterling er leikmaður mánaðarins í deildinni en í fyrsta sinn í rúmlega þrjú ár.

Aðrir sem voru tilnefndir voru Joao Cancelo frá Manchester City, James Maddison frá Leicester, Gabriel Martinelli frá Arsenal, Mason Mount frá Chelsea, Martin Ödegaard frá Arsenal og Son Heung-min frá Tottenham.

mbl.is