Alltaf umtal í kringum Liverpool

James Milner, miðjumaður Liverpool, ræddi við Tómas Þór Þórðarson á Símanum sport og fóru þeir yfir víðan völl.

Eftir að hafa orðið Englandsmeistari árið 2020 reyndist síðasta tímabil erfiðara fyrir Liverpool, en liðið rétt náði fjórða sætinu eftir góðan lokasprett.

„Þetta hefur verið skrítinn tími fyrir alla,“ sagði Milner. „Það er alltaf umtal í kringum Liverpool en við höfum einbeitt okkur að því sem gerist á æfingasvæðinu,“ bætti hann við.

Bút úr viðtalinu við Milner má sjá í spilaranum hér fyrir ofan en mbl.is færir ykkur efni úr enska boltanum í samvinnu við Símann sport.

mbl.is