Missir af bikarúrslitaleiknum

Fabinho er í stóru hlutverki á miðjunni hjá Liverpool.
Fabinho er í stóru hlutverki á miðjunni hjá Liverpool. AFP

Brasilíski miðjumaðurinn Fabinho verður ekki með Liverpool í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar gegn Chelsea á laugardaginn.

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri félagsins staðfesti þetta í dag en Fabinho fór meiddur af velli í leik Liverpool gegn Aston Villa í fyrrakvöld. Klopp sagði hinsvegar góðar líkur á að miðjumaðurinn öflugi yrði tilbúinn í slaginn þegar Liverpool mætir Real Madrid í úrslitaleik Meistaradeildarinnar 28. maí.

mbl.is