Klopp búinn að vinna nánast allt

Jürgen Klopp.
Jürgen Klopp. AFP/Paul Ellis

Með sigrinum í dag á Chelsea í úrslitaleik ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu hefur Jürgen Klopp, þjálfari Liverpool, unnið nánast allt sem hægt er að vinna með Liverpool. 

Klopp bætti enn einum titlinum í hús í dag, og í þetta skipti er það enski bikarmeistaratitilinn. 

Fyrsti bikar Klopp kom árið 2019 þegar Liverpool vann eflaust þann stærsta, sjálfan Meistaradeildartitilinn. 

Ofurbikar Evrópu og heimsmeistaratitilinn fylgdu svo á eftir sama ár. 

Klopp vann ensku úrvalsdeildina með Liverpool árið 2020, og svo deildabikarinn og nú loks bikarinn í ár. 

Magnað afrek hjá mögnuðum stjóra. 

mbl.is