West Ham kaupir Frakkann

Alphonse Areola í leik með Fulham.
Alphonse Areola í leik með Fulham. AFP

West Ham hefur keypt franska knattspyrnumanninn Alphonse Areola frá PSG í Frakklandi. Areola er markvörður sem var á láni hjá West Ham á nýafstöðnu tímabili. 

Skysports greinir frá því að verðmiðinn sé um 11 milljónir punda. Markvörðurinn semur til fimm ára og ferðast til Lundúna til að skrifa formlega undir samning sinn í dag eða á morgun. 

Areola var varamarkvörður fyrir Pólverjann Łukasz Fabiański á tímabilinu en má búast við að hann fái stærra hlutverk í ár þar sem Fabiański er orðinn 37 ára gamall. 

mbl.is