Lykilmaður frá keppni næstu vikurnar

Alexander Isak verður frá keppni næstu vikurnar.
Alexander Isak verður frá keppni næstu vikurnar. AFP/Paul Ellis

Sænski framherjinn Alexander Isak missir af næstu leikjum enska knattspyrnufélagsins Newcastle vegna meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu með sænska landsliðinu fyrir helgi.

Isak lék ekki með sænska liðinu er það tapaði fyrir Serbíu í Þjóðadeildinni á laugardaginn var og hann missir einnig af leiknum gegn Slóveníu annað kvöld. 

The Telegraph greinir frá því að Isak verði frá næstu vikurnar og mun því einnig missa af næstu leikjum Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.

Hann gæti misst af næstu þremur leikjum liðsins, sem eru gegn Fulham, Brentford og Manchester United. Isak hefur farið vel af stað með Newcastle og skorað tvö mörk í fyrstu þremur leikjum sínum.  

mbl.is