Eigandinn setur Everton á sölu

Stuðningsmenn Everton eru ekki mjög sáttir við Bill Kenwright stjórnarformann …
Stuðningsmenn Everton eru ekki mjög sáttir við Bill Kenwright stjórnarformann og Farhad Moshiri, eiganda félagsins. AFP/Glyn Kirk

Farhad Moshiri, eigandi enska knattspyrnufélagsins Everton, hefur ákveðið að setja það á sölu og vill fá um 500 milljónir punda fyrir.

The Guardian greinir frá því að eftir að hafa falast eftir utanaðkomandi fjárfestingu undanfarna mánuði hafi Moshiri loks séð sæng sína uppreidda og ákveðið að hefja söluferli á félaginu.

Hann sé nú opinn fyrir því að selja ýmist meiri- eða minnihluta í félaginu.

Fjöldi aðila eru áhugasamir um að fjárfesta í Everton og mun Deloitte annast söluferlið.

mbl.is