Ratcliffe gerir tilboð í Manchester United

Sir Jim Ratcliffe með fyrsta laxinn úr Selá sumarið 2019.
Sir Jim Ratcliffe með fyrsta laxinn úr Selá sumarið 2019. mbl.is/Einar Falur Ingólfsson

Auðkýfingurinn Sir Jim Ratcliffe hefur sent inn tilboð til eigenda Manchester United, Glazer-fjölskyldunnar, um að kaupa fjórðungshlut í enska knattspyrnufélaginu.

Glazer-fjölskyldan neitaði á dögunum 3,5 milljarða dollara tilboði Sjeiksins Jassim bin Hamad Al-Thani sem vildi kaupa alla hluti í félaginu. Hann lofaði einnig að fjárfesta öðrum 1,5 milljörðum dollara í uppbyggingu á leikvanginum, æfingasvæði og í liðinu.

Sir Jim Ratcliffe hefur boðið Glazer-fjölskyldunni 1,8 milljarða dollara fyrir fjórðungshlutinn en hann hefur verið stuðningsmaður liðsins síðan hann var ungur. Hann vildi upphaflega kaupa Glazer-fjölskylduna út úr félaginu en hefur nú sætt sig við að þau ætla ekki að yfirgefa Manchester-borg strax og vill hann því eignast 25% sem og vera með stjórn yfir fótboltadeild félagsins.

Sir Jim Ratcliffe stofnaði efnafyrirtækið INEOS árið 1998 og er nú annar ríkasti maður Bretlandseyja.

Sir Jim Ratcliffe.
Sir Jim Ratcliffe. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert