Eiður um bláu spjöldin: Ég hætti þá að horfa

Þeir Gylfi Einarsson og Eiður Smári Guðjohnsen eru ekki sérlega hrifnir af áformum um að taka upp notkun blárra spjalda við dómgæslu í knattspyrnu eins og kom fram í Vellinum á Símanum Sport í gær.

Alþjóðanefnd knattspyrnusambanda er sögð vilja taka upp blá spjöld fyrir óheiðarleg brot sem myndi þýða tíu mínútna brottvísun.

„Þetta verður bara eins og amerískur fótbolti. Ef þetta verður þá hætti ég. Þá hætti ég að horfa.

Hættur að horfa á fótbolta,“ sagði Eiður Smári um þessa hugmynd.

Umræðurnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert