Besti leikmaður deildarinnar í dag

Phil Foden.
Phil Foden. AFP/Paul Ellis

„Ef við horfum í það, hvernig menn eru að spila á þessum tímapunkti, þá er hann besti leikmaður deildarinnar eins og er,“ sagði Aron Elvar Finnsson, íþróttablaðamaður á mbl.is og Morgunblaðinu, í Fyrsta sætinu þegar rætt var um enska boltann.

Phil Foden var frábær fyrir Manchester City þegar liðið hafði betur gegn Manchester United, 3:1, í stórleik 27. umferðar deildarinnar á Etihad-vellinum í Manchester á sunnudaginn.

Ofboðslega góður í fóbolta

Pep Guardiola, stjóri City, hrósaði Foden í hástert í leikslok og sagði hann vera besta leikmann deildarinnar í dag.

„Hann hefur verið frábær undanfarið og hann er ofboðslega góður í fótbolta,“ sagði Aron Elvar.

„Ég ætla ekki að ganga svo langt að segja að hann sé besti leikmaður deildarinnar, heilt yfir, því þar eru menn á undanum honum eins og Kevin De Bruyne, Erling Haaland, Mohamed Salah, Virgil van Dijk og Bukayo Saka svo einhverjir séu nefndir en akkúrat núna er Foden sá besti,“ sagði Aron Elvar meðal annars.

Hægt er að hlusta á umræðuna í heild sinni í spil­ar­an­um hér fyr­ir ofan eða með því að smella hér. Þátt­ur­inn er einnig aðgengi­leg­ur á öll­um helstu hlaðvarps­veit­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert