Fimm milljarðar í verðlaun á heimsmeistaramóti

Mynd frá leikvangi The International 2019.
Mynd frá leikvangi The International 2019. Ljósmynd/TheInternational2019

Heimsmeistaramótið The International 10 hófst í gær í Búkarest í Rúmeníu. Bestu lið heims í leiknum Dota 2 spila í mótinu og keppast um heimsmeistaratitilinn.

Leikurinn Dota 2 er þekktur fyrir að skila mestum tekjum allra tölvuleikja til spilara. Heildarverðlaunafé mótsins í ár eru rúmlega 5 milljarðar íslenskra króna. 

Riðlakeppnin hafin en engir áhorfendur

Mótið hófst á riðlakeppni sem lýkur 10. október. Við tekur svo úrslitakeppnin þar sem sextán lið spila í tvöfaldri útsláttarkeppni sem fram fer 12. - 17. október, og sigurlið þeirra keppni stendur uppi sem heimsmeistari í Dota 2. 

Upphaflega var gert ráð fyrir því að áhorfendur yrðu leyfðir á mótinu, en vegna aukinna Covid-19 smita í Rúmeníu var ákveðið fyrr í vikunni að það yrði ekki raunin. Margir aðdáendur sitja því eftir með sárt ennið, þrátt fyrir að allir miðar verði endurgreiddir. 

Fylgstu með mótinu á Twitch rás mótsins en upplýsingar um næstu leiki og úrslit er hægt að skoða hér

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert