Einvígismót í Arena í tilefni PGL Major

Arena er nýr þjóðarleikvangur rafíþrótta sem er í Turninum við …
Arena er nýr þjóðarleikvangur rafíþrótta sem er í Turninum við Smáratorg í Kópavogi. Skjáskot/youtube.com/ArenaGaming

Þétt dagskrá er framundan í rafíþróttahöllinni Arena á meðan heimsmeistaramótinu í Counter-Strike, PGL Major, fer fram. Fyrstu viðureignir mótsins voru spilaðar í dag og fer úrslitaviðureign fram þann 22. maí.

Þétt dagskrá framundan

Sem fyrr segir verður þétt dagskrá í Arena á meðan mótinu stendur og hefur dagskráin nú þegar verið opinberuð á heimasíðu Arena. Vert er að nefna að einvígismót í CS:GO í Arena fer fram annað kvöld.

Áhugasamir þurfa að skrá sig til leiks og greiða 2.990 krónur í þátttökugjald, en mótið hefst klukkan 19:00 í Arena og spilað verður á íslenskum netþjónum. Tekið er sérstaklega fram að keppendur þurfa að vera mættir í hús fyrir klukkan 18:45.

Verðlaun í boði fyrir efstu tvö sætin

Spilað verður í tvöfaldri útsláttarkeppni, en þá er leikmaður úr leik ef hann tapar tveimur viðureignum. Allar viðureignir eru spilaðar með best-af-þremur fyrirkomulagi og upp í sextán umferðir.

Keppendur fá tölvu til afnota frá klukkan 19:00 til 23:00 og fá að halda áfram að spila í henni þó að þeir detti snemma úr leik.

Verðlaun eru í boði fyrir efstu tvö sætin, en sigurvegari einvígismótsins mun hljóta pizzu af matseðli ásamt hlut innanleikjar, Shadow Daggers Ultraviolet (FN). Fyrir annað sætið fást fimm klukkustundir af spilatíma í Arena ásamt pizzu af matseðli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert