Dularfull augu fylgjast með úr fjarska

The Sims 4.
The Sims 4. Grafík/Electronic Arts

Nýju efnispakkarnir frá Sims 4, Little Campers Kit og Moonlight Chic Kit, komu út í gær eftir að hafa verið strítt mikið af framleiðluverinu Maxis.

Maxis sagði þrjá aukapakka væntanlega í maí og júní með leiðarvísi, tvo efnispakka og einn leikjapakka. Nú á aðeins einn leikur eftir að koma út og er það leikjapakkinn.

Dularfull augu fylgjast með

Í tísti frá Maxis, á opinbera Twitter-aðgangi Sims 4, er tilkynnt um útgáfu efnispakkanna en netverjar hafa komið auga á nokkuð ógnvekjandi hlut í tilkynninguni.

Tvær myndir fylgja tilkynningunni og þá skjáskot úr hvorum pakkanum fyrir sig, en í skjáskoti af Little Campers Kit má sjá dularfull augu fylgjast með úr fjarska.

Enginn líkami er sjáanlegur, heldur eru augun aðeins sjáanleg úr skugga skógarins þar sem þau fylgjast grannt með.


Hugsanleg stríðni ?

Óvíst er hvort að augun séu stríðni undir væntanlegan leikjapakka, en netverjar hafa velt því mikið fyrir sér hvort að hann snúi að varúlfum.

Nú þegar geta leikmenn spilað vampírur, með vampíru-aukapakkanum ásamt öðrum dulrænum aukapakka með seiðskröttum og nornum, en varúlfa var hægt að spila í Sims 3.

Leikjapakkinn er væntanlegur í júní og bendir margt til þess að hann bjóði aðdáendum upp á einhverskonar dulræna viðbót.

mbl.is