Afmælinu fagnað í tvær vikur

Framleiðsluverið Psyonix fagnar sjö ára afmæli Rocket League með viðburðinum Rocket League Birthday Ball sem hefst á morgun.

Viðburðurinn stendur yfir í tvær vikur og geta leikmenn spilað í öðrum leikhömum, tekist á við áskoranir og unnið sér inn sérstök verðlaun á meðan honum stendur.

Birthday Ball er skipt upp í tvennt þar sem mismunandi afþreying og hlutir eru í boði sitthvora vikuna.

Krefjandi leikhamir

Fyrri vikuna, frá 6. til 13. júlí, verður leikhamurinn Heatseeker spilanlegur. Í Heatseeker er keppt í tveggja manna liðum og boltinn ratar sjálfkrafa í markið hjá mótherjanum þegar hann er snertur.

Í seinni vikunni, frá 13. til 19. júlí, geta leikmenn tekið þátt í Knockout, þá keppast leikmenn við að framkvæma ýmis einstök brögð og sýna hæfileikana sína.

Fyrir utan þessa leikhami verður hægt að takast á við margar afmælisáskoranir og með því unnið til margra verðlauna. Með því að sigrast á öllum áskorunum vinna leikmenn sér inn 300 peninga.

Nánar um viðburðinn má lesa með því að fylgja þessum hlekk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert