BEINT: Íslenska landsliðið gegn Team PEPS

Beau Monde Cohort, BMC, er íslenska landsliðið í Overwatch.
Beau Monde Cohort, BMC, er íslenska landsliðið í Overwatch. Grafík/Karl Vinther

Strákarnir okkar í Overwatch, BMC, eru nú í beinni útsendingu að spila gegn Team PEPS í Contenders-mótaröðinni.

Síðasti leikur Íslendinga í Contenders gekk mjög vel en BMC gekk frá borði eftir 3:1 sigur gegn Regen EU Academy í gær. 

Mótið er sett upp sem einföld útsláttarkeppni og liggur því mikið undir í kvöld hjá Íslendingum. 

Í kvöld mun Steel eða Oklokar sjá um að tanka á meðan Hafficool og Orion sjá um DPS. Þá spila Futhark og Krizzi í stuðningshlutverkum.

Hér að neðan má horfa á leikinn í beinni útsendingu en honum er lýst á frönsku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert