Grunnskólinn NÚ myndar keppnislið

Grunnskólinn NÚ hefur myndað sitt fyrsta keppnislið og mun taka …
Grunnskólinn NÚ hefur myndað sitt fyrsta keppnislið og mun taka þátt í Almenna í Overwatch. Skjáskot/YouTube/NÚ

Grunnskólinn NÚ hefur kynnt sitt allra fyrsta keppnislið í rafíþróttum til leiks og mun þar að auki taka þátt í Almenna í Overwatch.

Næsta tímabil Almenna í Overwatch er að bresta á og mun keppnislið NÚ spreyta sig á meðal þeirra bestu í Overwatch á Íslandi.

Liðið samanstendur af reynslumiklum leikmönnum í Overwatch sem hafa meðal annars spilað fyrir XY, Bölvun og önnur lið. 

Leikmenn NÚ munu þar að auki fara með þjálfun í barna- og ungmennastarfi skólans, en hér að neðan má sjá kynningarmyndband af liðinu.

mbl.is