Ný stikla fyrir Super Mario-myndina

Super Mario Bros kemur á hvíta tjaldið næsta vor.
Super Mario Bros kemur á hvíta tjaldið næsta vor. Grafík/Nintendo/Super Mario Bros Movie

Það styttist óðum í að Super Mario fái að njóta sín á hvíta tjaldinu en kvikmyndin kemur út í vor á næsta ári.

Meðal leikara sem talsetja helstu hlutverkin eru Jack Black, Chris Pratt, Seth Rogan og Anya Taylor-Joy. Myndin verður frumsýnd í kvikmyndahúsum 7. apríl á næsta ári.

Í nýju myndbandi á YouTube-aðgangi Nintendo fá aðdáendur meiri innsýn í kvikmyndina og er þar sýnt frá nýrri stiklu af myndinni.

Fyrsta stiklan af myndinni var gefin út í október en hér að neðan má sjá þá nýju, sem kom út í síðustu viku.

Á hvernig tölvu spilar þú oftast ?

  • Borðtölvu
  • Fartölvu
  • PlayStation
  • Xbox
  • Nintendo Switch
  • Í snjallsíma
mbl.is