Renault með hákarlsugga

Renault frumsýndi formúlubíl sinn við athöfn í London í dag. Til að reyna verða mun framar í keppni en fyrra hefur vél bílsins verið hönnuð upp á nýtt, alveg frá grunni.

Litasamsetning svart-gulrar yfirbyggingar bílsins er svipuð, en mun meira af henni er svört í ár en í fyrra. Athygli vekur langur uggi aftur úr kæliturni vélarhússins, en sú útfærsla vará nokkrum bílum síðast 2015.

Er samskonar uggi á bíl Sauber sem frumsýndur var í gær. Sömuleiðis er framendi trjónu Renaultbílsins sú sama, en á fagmáli kallast endinn „þumalputti“.

Renault sneri aftur sem bílsmiður í fyrra eftir að hafa lagt nokkrum liðum til vélar í keppnisbíla sína. Keypti það Lotusliðið sem var að hruni komið vegna viðvarandi fjárskorts.  Á fyrsta ári endurkomunnar glímdi liðið við drauga 2015-bílsins og endaði aðeins í níunda sæti af ellefu og aflaði aðeins átta stiga í keppni. Liðsmenn vona að gengið verði verulega betra í ár með nýjum bíl frá grunni og nýrri vél.

Eins og áður segir er vélin alveg ný, ekki er að finna einn einasta hlut úr 2016-vélinni í henni, að sögn fulltrúa Renault. Með því bregst Renault við nýjum tæknireglum formúlunnar en vélin var hönnuð og prófuð bæði í bílsmiðju liðsins í Enstone í Englandi og í bækistöðvum íþrótta- og vélardeildar franska bílsmiðsins í Viry-Chatillon suður af París.

Jolyon Palmer keppir áfram fyrir liði en í stað Danans Kevin Magnussen er kominn Nico Hülkenberg, sem undanfarin ár hefur ekið fyrir Force India.  Sergey Sirotkin

Ásamt því að undirbúa sig mun betur nú en fyrir ári með nýrri vél og mun betri bíl hefur Renaultliðið náð í öfluga tæknimenn frá öðrum liðum. Hefur það til að mynda ráðið Pete Machin frá Red Bull sem yfirmann loftafls- og straumfræðideildar og Ciaron Pilbeam frá McLaren sem yfir keppnisvélfræðing.

mbl.is