Gleðin minni eftir brottför Ricciardo

Daniel Ricciardo á ferð á Renaultinum í Barcelona í fyrra.
Daniel Ricciardo á ferð á Renaultinum í Barcelona í fyrra. AFP

Andrúmsloftið innan Red Bull liðsins er ekki eins kátlegt eftir brottför ástralska ökumannsins Daniels Ricciardo til Renault.

Þetta segir einn æsti stjórnandi Red Bull liðsins, Helmut Marko. Kom Ricciardo liðsmönnum sínum á óvart með því að ráða sig til Renault sem talið var lakara lið að getu en Red Bull. Hann vann sjö mót á fimm árum með fyrrnefnda liðinu.

Ricciardo þykir í meira lagi hressilegur náungi og var vel liðin sem brandarasmiður.  

„Stemmningin er ágæt innan liðsins en ekki eins glaðhlakkaleg eftir að hann fór,“ segir Marko á vefsetrinu Motorsport-Magazin.com. „Hann er einn af hraðskreiðustu ökumönnunum og getur verið öflugur í að draga menn uppi, ef hann á þarf að halda. Brandaranna söknum við.“

Daniel Ricciardo er með hressari ökumönnum.
Daniel Ricciardo er með hressari ökumönnum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert