Gjörbreyttur bíll hjá Haas

Haas birti myndir af 2017-bíl sínum í dag, svonefndan VF-17, en honum var meðal annars ekið í kynningarskyni í Barcelonabrautinni.

Haas hóf keppni í formúlu-1 í fyrra og hafnaði í áttunda sæti í keppni liðanna af ellefu. Varð framar Renault, Sauber og Manor, en franski ökumaðurinn Romain Grosjean vann öll stigin 29 sem liðið aflaði á keppnistíðinni.

Grosjean heldur áfram starfi en frá Renault er kominn Kevin Magnussen sem ráðinn var í stað Esteban Gutierrez.

Nýi bíllinn er allur dekkri yfirlitum en sá fyrri. Svo sem margir aðrir formúlubílar er hann með svonefndan hákarlsugga aftur úr kæliturni vélarinnar. Liðsstjórinn Günther Steiner að um algjörlega nýjan bíl sé að ræða og hugsanlega væru pedalarnir það eina sem væri eins frá í fyrra.

„Menn reyna alltaf að smíða hraðskreiðari bíl en slíkur bíll er yfirleitt léttari. Nú getum við bætt við ballest og náð með henni betri þyngdardreifingu. Þessi er léttari og straumfræðilega skilvirkari. Við höfum dregið mikinn lærdóm af bílnum frá í fyrra og nýtt okkur það. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert