Ferrari reynir að tryggja sér Ricciardo

Líklegt virðist að Daniel Ricciardo (t.v.) leysi Kimi Räikkönen af …
Líklegt virðist að Daniel Ricciardo (t.v.) leysi Kimi Räikkönen af hjá Ferrari. Hér eru þeir saman á verðlaunapallinum í Sjanghæ í Kína á dögunum. AFP

Daniel Ricciardo er sagður hafa skrifað undir skjal sem gefur Ferrari kost á að ráða hann til sín fyrir keppnistíðina 2019.

Sjálfur sagði hann nýverið að hann hafi ekki átt í neinum viðræðum við hvorki Ferrari né Mercedes. Vangaveltur um framtíð hans í formúlu-1 hafa verið kröftugar síðustu vikurnar.

Samningur Ricciardo við Red Bull rennur út í vertíðarlok og segist Christian Horner liðsstjóri vilja fá niðurstöðu fyrir ágústlok um það hvort ökumaðurinn verður um kyrrt eða siglir á önnur mið.

Tímaritið Motorsport Magazine heldur því fram að skjalið sem Ricciardo hefur skrifað undir hjá Ferrari að út gildistíma þess, talið vera til 30. júní, megi hvorki liðið né ökumaðurinn ræða samningamál við önnur lið eða einstaklinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert