Met Heidfelds stóð

Liðsstjórinn Boullier ánægður með sinn mann, Heidfeld, í Sepang.
Liðsstjórinn Boullier ánægður með sinn mann, Heidfeld, í Sepang. mbl.is/renaultf1

Þýski ökumaðurinn Nick Heidfeld hefði eflaust ekki tekið því illa að missa met fyrir að klára flest mót í röð. Það hefði gerst í Spielberg í Austurríki ef Lewis Hamilton hefði komist í mark.

Með brottfalli Hamiltons stendur met Heidfeld áfram, en hann lauk 33 mótum í röð á sínum tíma. Hamilton hafði reyndar jafnað metið í franska kappakstrinum í Le Castellet í Suður-Frakklandi.

Og Hamilton setti þar í leiðinni nýtt met fyrir að klára flest mót í röð í stigasæti, eða 33. Síðasti methafi í þeim flokki var Kimi Räikkönen en Hamilton hefurbætt það met og aukið því Räikkönen varð á sínum tíma 27 sinnum í stigasæti í röð.

Í Spielberg skoraði fyrsta formúlulið Heidfelds, Sauber, væn stig því báðir bílar þess luku keppni í stigasæti. Hafði það ekki gerst frá í ástralska kappakstrinum í Melbourne 2015. Þá voru að verki Felipe Nasr og Marcus Ericsson sem urðu í fimmta og áttunda sæti. Nasr nýtur ekki lengur við en í hans stað ekur Charles Leclerc fyrir Sauber.

mbl.is