Grét eins og smábarn

Valtteri Bottas segist hafa brostið í grát í Bakú.
Valtteri Bottas segist hafa brostið í grát í Bakú. AFP

Valtteri Bottas segist hafa brotnað saman og grátið eins og smábarn eftir kappaksturinn í Azerbajshan þar sem sigur var sviptur af honum á lokahringjunum.

Allt stefndi í sigur Bottas þar til á síðustu þremur til fjórum hringjunum er hægra aft­ur­dekk splundraðist er hann ók yfir koltrefjaflygs­ur í braut­inni.Rétt áður losnaði hann við Sebastian Vettel á Ferrari sem blásið hafði niður hálsmálið á Bottas undir lokinn. Féll Vettel á full mikilli sókndirfsku. Á óförum þessara græddi Lewis Hamilton og ók fyrstur yfir endamarkið.

„Ég man að rétt áður en sprakk leið mér svo vel og mér fannst ég ráða alveg gangi mála. Ég vissi að ég hafði verið heppinn að komast í þá stöðu en svo ók ég yfir brotin á langa beina kaflanum sem ég tók ekki eftir og þar með var keppninni lokið fyrir mig.

Tveimur mótum fyrr missti ég naumlega af sigri, þá var ég í öðru sæti nokkrum sinnum og virkilega farið að svengja í minn fyrsta sigur á vertíðinni, en hann kom aldrei. Ég sá vonbrigðin í augum og andliti liðsmanna sem studdu mig allir.

Þegar ég kom heim á hótelið brotnaði ég algjörlega saman, ég grét eins og smábarn. En stóð svo upp og ákvað að láta þetta eina misheppnaða tækifæri ekki leggja mig að velli.“

Bottas segir dæmið frá Azerbajshan til marks um hversu harðneskjuleg keppnin í formúlu-1 getur veirð. „Alveg ótrúlega mikil. Þremur hringjum frá endamarki ek ég yfir bílbrak sem fallið til vegna heimskulegs tiltækis, dekkið sprakk og ég varð að hætta. Dæmigert fyrir grimmdina í formúlul-1.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert