Lést eftir árekstur

Keppni var nýhafinn þegar Hubert og argentínskur ökumaður lentu í …
Keppni var nýhafinn þegar Hubert og argentínskur ökumaður lentu í árekstri. AFP

Franski ökumaðurinn Anthoine Hubert lést eftir harðan árekstur í Formúlu 2-kappakstri í Belgíu í dag. Hubert var 22 ára gamall.

Keppni var nýhafin þegar Hubert og Argentínumaðurinn Juan Manuel Correa lentu í harkalegum árekstri. Samkvæmt frétt BBC var Hubert á rúmlega 270 km hraða þegar slysið varð.

Keppni var stöðvuð og Correa bjargað úr bíl sínum sem var á hvolfi. Síðar var tilkynnt að keppni yrði ekki haldið áfram vegna þess að Hubert hefði ekki lifað áreksturinn af.

Correa var fluttur á sjúkrahús í Liege og er ástand hans stöðugt.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert