Vettel vann ráspólinn

Sebastian Vettel fagnar rásapólnum í Suzuka.
Sebastian Vettel fagnar rásapólnum í Suzuka. AFP

Sebastian Vettel vann ráspól japanska kappakstursins í morgun og í öðru sæti varð liðsfélagi hans hjá Ferrari, Charles Leclerc. Þar á eftir urðu Valtteri Bottas og Lewis Hamilton á Mercedes.

Í sætum fimm til tíu urðu sem hér segir - í þessari röð - Max Verstappen og Alexander Albon hjá Red Bull, Carlos Sainz og Lando Norris hjá McLaren, Pierre Gasly á Toro Rosso og Romain Grosjean á Haas.

Svo óvenjulega vildi til að Verstappen og Albon hlutu nákvæmlega sama brautartíma, óku hringinn á 1:27,851 í lokalotunni. Fimmta sætið kom í hlut þess fyrrnefnda þar sem hann varð fyrri til að setja sinn tíma.

mbl.is