Bottas efstur að stigum

Valtteri Bottas á öðru þrepi verðlaunapallsins í Austurríki í gær.
Valtteri Bottas á öðru þrepi verðlaunapallsins í Austurríki í gær. AFP

Valtteri Bottas hjá Mercedes er efstur að stigum í keppninni um heimsmeistaratitil ökumanna að loknum tveimumr mótum.

Hefur Bottas hinn finnski 43 stig fyrir sigur í fyrsta móti og annaðsætið í því næsta, en bæði voru háð í Spielberg í Austurríki.

Liðsfélagi hans og gildandi meistari Lewis Hamilton er í öðru sæti með 37 stig. Hann vann í gær  en flest gekk gæfu hans gegn í fyrsta mótinu.

Óvænt í þriðja sæti með 26 stig er Lando Norris á McLaren en aðrir hafa hlotið stig sem hér segir:

18 Charles Leclerc á Ferrari

16 Sergio Perez á Racing Point

15 Max Verstappen á Red Bull

13 Carlos Sainz á McLAren

12 Alexander Albon á Red Bull

6 Pierre Gasly á Alpha Tauri

6 Lance Stroll á Racing Point 

4 Esteban Ocon á Renault

4 Daniel Ricciardo á Renault

2 Antonio Giovinazzy

1 Daniil Kvyat á Alpha Tauri

1 Sebastian Vettel á Ferrari.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert