Räikkönen framlengir

Kimi Räikkönen er með mesta reynslu allra keppenda formúlu-1.
Kimi Räikkönen er með mesta reynslu allra keppenda formúlu-1. AFP

Kimi Räikkönen segir það ekki hafa verið erfiða ákvörðun að framlengja samning sinn við Alfa Romeo um eitt ár, út 2021

Engar breytingar verða hjá Alfa Romeo, áður Sauber, því Antonio Giovinazzi hefur einnig fengið framlengingu. Þeir Räikkönen verða því liðsfélagar þriðja árið í röð 2021.
„Vonandi stend ég mig miklu betur á næsta ári en á vertíðinni sem nú nálgast að renna sitt skeið,“ sagði Räikkönen í tilefni samningsins.
mbl.is