Sjöundi titill Mercedes

Valtteri Bottas á Mercedes fer hér fremstur skömmu eftir ræsinguna …
Valtteri Bottas á Mercedes fer hér fremstur skömmu eftir ræsinguna í Imola. AFP

Mercedes varð í þessu heimsmeistari liða í formúlu-1 sjöunda árið íröð með tvöföldum sigri Lewis Hamiltons og Valtteri Bottas í Imola. Þriðji í mark varð Daniel Ricciardo á Renault.

Ekkert lið annað hefur unnið bílsmiðatitil formúlunnar og varð Red Bull að ná 34 stigum meira úr kappakstri dagsins en Mercedes. Öðru vísi fór það því Red Bull fór stigalaust frá mótinu.

Meðal annars féll Max Verstappen úr leik í öðru sæti er um 10 hringir voru eftir er eitthvað brotnaði í fjöðrunarbúnaði og olli því að hægra afturdekk sprakk. Þá varð liðsfélagi hans Alex Albon 15. og síðastur þeirra sem komust alla leið í mark.

Ferrari vann titil bílsmiða formúlunnar sex sinnum í röð á árunum 1999 til 2004.

Í sætum fjögur til 15 urðu sem hér segir -  í þessari röð - Daniil Kvyat AlphaTauri, Charles Leclerc Ferrari, Sergio Perez Racing Point, Lando Norris McLaren, Carlos Sainz McLaren, Kimi Räikkönen Alfa Romeo, Antonio Giovinazzi Alfa Romeo, Nicholas Latifi Williams, Sebastian Vettel Ferrari, Lance Stroll Racing Point, Romain Grosjean Haas,  Alex Albon Red Bull.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert