Haas ræður son milljarðamærings

Rússneski ökumaðurinn Nikita Mazepin.
Rússneski ökumaðurinn Nikita Mazepin.

Sonur rússnesks milljarðamærings, Níkíta Mazepín, hefur verið ráðinn til að keppa fyrir Haas-liðið á næsta ári. Hugsanlega verður Mick Schumacher liðsfélagi hans.

Mazepín er 21 árs og þreyir hann frumraun sína í formúlu-1 á næsta ári, 2021, og hið sama verður sagt um Schumacher, gerist hann ökumaður Haas hins bandaríska.

Mazepín hefur keppt með góðum árangri í formúlu-2 á árinu. Hann vann  megin mótin tvö, í Silverstone og Mugello, og hefur margoft staðið á verðlaunapalli.

Haas ákvað í haust að framlengja ekki samninga við núverandi ökumenn, Romain Grosjean og Kevin Magnussen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert