Verstappen vann rólegheitin

Sigurfánanum veifað til Max Verstappen er hann rennnir sér yfir …
Sigurfánanum veifað til Max Verstappen er hann rennnir sér yfir endamarkið í Abu Dhabi. AFP

Max Verstappen hjá Red Bull var í þessu að vinna lokamót formúlu-1 í ár en það fór fram í Abu Dhabi við Persaflóa. Annar varð Valtteri Bottas og þriðji Lewis Hamilton, báðir á Mercedes, en þeir hófu kappaksturinn í sömu röð.

Í sætum fjögur til tíu urðu - í þessari röð - Alex Albon á Red Bull, Lando Norris og Carlos Sainz á McLaren, Daniel Ricciardo á Renault, Pierre Gasly á AlphaTauri,  Esteban Ocon á Renault og Lance Stroll á Racing Point.

Það var engu líkara en ökumenn hafi samið um það fyrir lokamótið að rúlla átakalaust og ekki glíma hart um sæti í návígi, svo bardagalaus var þessi kappakstur. Burtséð frá því er nú afar einkennilegri vertíð lokið en hún mótaðist af kórónuveirufaraldrinum en bauð engu að síður oft upp á fjörlega keppni.

Þetta var annar mótssigur Verstappen á árinu og sá níundi á ferlinum.

Flugeldaregn er Max Verstappen ekur yfir marklínuna í Abu Dhabi.
Flugeldaregn er Max Verstappen ekur yfir marklínuna í Abu Dhabi. AFP
Liðsmenn Red Bull fagna Max Verstappen eftir sigur hans í …
Liðsmenn Red Bull fagna Max Verstappen eftir sigur hans í Abu Dhabi í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert