Ricciardo fljótastur

Daniel Ricciardo á McLarenbílnum á æfingu dagsins í Barein.
Daniel Ricciardo á McLarenbílnum á æfingu dagsins í Barein. AFP

Daniel Ricciardo hjá McLaren getur stært sig af því að hafa ekið hraðast á fyrstu æfingu ársins í aðdraganda formúlutíðarinnar, sem háðð var  í dag í Barein.

Næstir á eftir Ricciardo að bílhraða voru Pierre Gasly á AlphaTauri og Max Verstappen á Red Bull. Var Gasly 28 þúsundustu úr sekúndu lengur með hringinn og Verstappen 0,42 þúsundustu. 

Mercedesliðið bauð þó upp á tíðindi æfingarinnar sem lýstu  sér í gírkassabilun í bíl Valtteri Bottas snemma æfingarinnar, eða fyrir hádegi. Ók hann aðeins sex hringi meðan aðrir lögðu að baki 45-74 hringi.

Undir flestum bílanna voru hörð dekk frá Pirelli en grip þeirra í  Sakhir-brautinni þótti með ágætum.

Að baki fyrstu þriggja komu eftirfarandi sjö ökumenn - í þessari röð - Esteban Ocon á Alpine ()0,756), Charles Leclerc á Ferrari (1,039), Kimi Räikkönen á Alfa Romeo (1,117), Sebastian Vettel á Aston Martin (1,539), Roy Nissany á Williams (2,586) og Mick Schumacher á Haas ()3,924. Í svigum er bilið í fyrsta mann, en síðastur að tíma varð Bottast, 4,647 sekúndum á eftir Riccciardo.

Þeir aka fyrir McLaren í ár, f.v. Lando Norris og …
Þeir aka fyrir McLaren í ár, f.v. Lando Norris og t.h. Daniel Ricciardo. AFP
mbl.is