Mikill munur á Bottas og Hamilton

Valtteri Bottas í Barein.
Valtteri Bottas í Barein. AFP

Valtteri Bottas hjá Mercedes ók hraðast á öðrum degi þróunaraksturs formúluliðanna í Barein í gær, laugardag. Gat hann nær ekkert ekið á fyrsta degi vegna bilana en í gær small allt saman.

Besti hringur Bottas af 58 mældist 1:30,289 mínútur og var hann ekinn á mjúku dekkjunum undir lok æfingarinnar. Næstbesta hring náði Pierre Gasly á AlphaTauri  og var 0,124 sekúndum á eftir. Þriðji fljótastur  varð Lance Stroll á  Aston Martin 0,171 sekúndum á eftir Bottas en báðir óku mun fleiri hringi en finnski ökumaðurinn hjá Mercedes.

Stroll leysti Sebastian Vettel af hólmi í gær og næstu menn á eftir honum voru Lando Norris á McLaren og Antonio Giovinazzi á Alfa Romeo.

Alls óku 16 ökumenn á æfingunni og setti Fernando ALonso á ALpine tíunda besta brautarímann, var tveimur sekúndum á eftir Bottas. Ók heimsmeistarinn fyrrverandi fleiri hringi en allir aðrir nema Nicholas Latifi hjá Williams, eða 128.  Fór Latifii 1323.

Ökumenn Mercedes skiptust á að aka og vakti athygli að eftir fjögurra klukkustunda og 58 hringja akstur varð Lewis Hamilton aðeins í 15. og næst síðasta sæti heilum 3,11 sekúndum á eftir Bottas. Bendir það til að inninhald æfinga þeirra og útfærsla hafi verið afar mismunandi því þeir óku samabílnum til skiptis.

Valtteri Bottas (t.v.) og Lewis Hamilton í Barein.
Valtteri Bottas (t.v.) og Lewis Hamilton í Barein. AFP
mbl.is