Á Schumacher yngri framtíð hjá Ferrari?

Mick Schumacher.
Mick Schumacher. AFP

Mich Schumacher, sonur eins fræknasta ökuþórs í sögu Formúlu 1 kappakstursins Michaels Schumachers, virðist vera á ágætri leið með að feta í fótspor föðurins.

Tilkynnt var í dag að Mick verði varamaður hjá Ferrari á næsta keppnistímabili fyrir þá Carlos Sainz og Charles Leclerc.

Mick Schumacher er einungis 22 ára og þykir greinilega upprennandi ökumaður en hann keppir fyrir Haas sem er systurfélag Ferrari.

mbl.is