Leclerc náði í fyrsta ráspól ársins

Charles Leclerc er á ráspól.
Charles Leclerc er á ráspól. AFP

Mónakóski ökuþórinn Charles Leclerc verður á ráspól í fyrstu keppni ársins í Formúlu 1 eftir sigur í tímatökunni fyrir Bareinkappaksturinn.

Leclerc, sem keyrir fyrir Ferrari, hafði að lokum betur eftir spennandi keppni við ríkjandi heimsmeistarann Max Verstappen á Red Bull.

Carloz Sainz, liðsfélagi Leclerc, varð þriðji. Serio Pérez á Red Bull varð fjórði og Lewis Hamilton, sem hefur verið afar sigursæll síðustu ár, varð fimmti á Mercedes.

Ráspólstími Leclerc var 1:30,558 mínúta. Verstappen var 0,123 sekúndu á eftir og Sainz sex þúsundustu úr sekúndu á eftir Verstappen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert