Algjört stórslys í dag

Tímabilið hefur verið erfitt hjá Lewis Hamilton.
Tímabilið hefur verið erfitt hjá Lewis Hamilton. AFP/Clive Rose

Sjöfaldi heimsmeistarinn í Formúlu 1 Lewis Hamilton er allt annað en sáttur við Mercedes-bifreið sína. Eftir magnað gengi undanfarin ár hefur tímabilið verið mjög erfitt fyrir Hamilton og Mercedes.

Hamilton gekk illa á æfingu fyrir Kanadakappaksturinn sem er um helgina. Hann var í 13. sæti eftir seinni æfingu og þá hefur bílinn haft slæm áhrif á bak Hamiltons, þar sem ökumaðurinn skoppar mikið á meðan hann keyrir. Hamilton kvartaði sáran yfir slíku eftir kappasksturinn í Aserbaídsjan um síðustu viku. 

„Það er sama hvað við gerum við bílinn, það er ekkert að virka. Við höfum prófað allt. Þetta var algjört stórslys í dag. Ég efast um að þetta muni batna það sem eftir lifir tímabilsins og nú þurfum við að einbeita okkur að því að gera betri bíl fyrir næsta tímabil,“ sagði Hamilton við Sky Sports.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert