Mónakóinn á ráspól á Ítalíu

Charles Leclerc er á ráspól.
Charles Leclerc er á ráspól. AFP

Ökuþórinn frá Mónakó, Charles Leclerc, tryggði sér í dag ráspól fyrir ítalska Formúlu 1 kappaksturinn sem fram fer á Monza-brautinni á morgun.

Leclerc kom á undan Max Verstappen í mark í dag og sá til þess að Ferrari byrjar fremst.

Verstappen og Carlos Sainz, báðir liðsmenn Red Bull, höfðu hlotið refsingar og því var nánast öruggt að Leclerc myndi byrja á pól.

Vegna refsinga sem Verstappen og fleiri hlutu byrjar George Russell, liðsmaður Mercedes, annar og Lando Norris, liðsmaður McClaren, þriðji. Verstappen byrjar í fjórða sæti en Daniel Ricciardo, liðsfélagi Lando Norris, byrjar í fimmta sæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert