Arnór með atvinnusamning hjá Heerenveen

Arnór Smárason skrifar undir samninginn ásamt forráðamönnum Heerenveen.
Arnór Smárason skrifar undir samninginn ásamt forráðamönnum Heerenveen. Vefur Heerenveen

Arnór Smárason, 18 ára unglingalandsliðsmaður í knattspyrnu frá Akranesi, skrifaði í gær undir atvinnusamning til eins árs við hollenska úrvalsdeildarfélagið Heerenveen. Arnór hefur leikið með unglingaliðum Heerenveen síðustu árin en hann æfir nú með aðalliðinu og spilaði á dögunum sinn fyrsta æfingaleik með því og skoraði þá fallegt mark, með skoti í þverslána og inn, í 3:0 sigri á Lelystad.

mbl.is

Bloggað um fréttina