Norskur framherji til FH-inga

FH-ingar prófa norskan sóknarmann næstu daga.
FH-ingar prófa norskan sóknarmann næstu daga. hag

Norskur knattspyrnumaður, Alexander Söderlund að nafni, kemur til landsins síðdegis og verður til reynslu hjá Íslandsmeisturum FH næstu daga.

Pétur Stephensen, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, staðfesti þetta við mbl.is í dag.

Söderlund er 21 árs gamall og var síðast á mála hjá Botev Plodiv í Búlgaríu en þar á undan hjá Treviso á Ítalíu. Hann er hávaxinn, 1,95 m á hæð.

Fyrirhugað er að Söderlund leiki með FH-ingum á laugardaginn þegar þeir mæta færeyska liðinu Víkingi í æfingaleik í Kórnum í Kópavogi.

mbl.is