Martin og Ásgeir bestir í 1. og 2. deild

Gary Martin var valinn bestur í 1. deild.
Gary Martin var valinn bestur í 1. deild. mbl.is/Golli

Gary Martin úr ÍA var kjörinn besti leikmaðurinn í 1. deild karla í knattspyrnu og Ásgeir Þór Magnússon markvörður Hattar var kjörinn bestur í 2. deild karla í kjöri sem vefmiðillinn Fótbolti.net gekkst fyrir og birti niðurstöður úr í gærkvöld.

Það voru þjálfarar og fyrirliðanna í deildunum sem greiddu atkvæði í kjörinu.

Martin, sem er 21 árs gamall Englendingur, skoraði 9 mörk í 16 leikjum með Skagamönnum en var síðan lánaður seint í ágúst til danska 1. deildarliðsins Hjörring.

Þórður Þórðarson úr ÍA var kjörinn þjálfari ársins í 1. deildinni og efnilegasti leikmaðurinn var kjörinn Jón Daði Böðvarsson frá Selfossi. Skagamenn unnu deildina og Selfyssingar fylgdu þeim upp. Jón Daði, sem er 19 ára, skoraði 7 mörk fyrir Selfyssinga.

Sjá nánar um kjörið og lið ársins í 1. deild karla.

Ásgeir Þór er tvítugur markvörður og lék sinn fyrsta leik með 21-árs landsliðinu gegn Noregi í haust.

Eysteinn Hauksson úr Hetti var kjörinn þjálfari ársins í 2. deildinni og efnilegasti leikmaðurinn var kjörinn Andri Fannar Freysson úr Njarðvík. Höttur vann sér sæti í 1. deild í fyrsta skipti og Andri, sem er 18 ára gamall, skoraði 17 mörk fyrir lið Njarðvíkinga.

Sjá nánar um kjörið og lið ársins í 2. deild karla.

Ásgeir Þór Magnússon markvörður Hattar.
Ásgeir Þór Magnússon markvörður Hattar. mbl.is/Guðmundur Karl
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert