Lyon Evrópumeistari annað árið í röð

Camille Abily, markaskorari Lyon til vinstri, í barátu við Saskia …
Camille Abily, markaskorari Lyon til vinstri, í barátu við Saskia Bartusiak. Reuters

Franska liðið Lyon hrósaði sigri í Meistaradeild kvenna í knattspyrnu annað árið í röð þegar liðið hafði betur gegn Frankfurt, 2:0, í úrslitaleik á Ólympíuleikvanginum í München í dag.

Camille Abily og Eugénie Le Sommer gerðu mörk franska liðsins og komu þau á fyrsta hálftíma leiksins.

Þetta er í annað sinn sem Lyon vinnur sigur í Meistaradeildinni en fyrir tveimur árum tapaði liðið fyrir þýska liðinu Turbine Potsdam þar sem úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni.

mbl.is