Þór á toppinn með sigri á Víkingi Ó.

Boltinn í netinu! Orri Freyr Hjaltalín, nr. 11 fyrir miðri …
Boltinn í netinu! Orri Freyr Hjaltalín, nr. 11 fyrir miðri mynd, skorar beint úr aukaspyrnu fyrir Þór gegn Víkingi frá Ólafsvík á 19. mínútu á Akureyri. mbl.is/SKapti Hallgrímsson

Þór vann sigur á Víkingi úr Ólafsvík, 2:1, í fjórðu umferð 1. deildar karla en leikið var á Þórsvellinum í dag. 

Orri Freyr Hjaltalín kom heimamönnum yfir, 1:0, með marki beint úr aukaspyrnu í fyrri hálfleik.

Eldar Masic jafnaði fyrir heimamenn í uppbótartíma fyrri hálfleik með laglegu skoti fyrir utan teiginn en Þórsarar voru þá orðnir ansi værurkærir og byrjaðir að bíða eftir hálfleiksflautinu.

Sigurmarkið skoraði Jóhann Helgi Hannesson fyrir Þór strax í upphafi seinni hálfleiks en það gerði hann eftir laglegan einleik, 2:1.

Fannar Hilmarsson sem hafði komið inn á sem varamaður fyrir Ólafsvíkinga fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 84. mínútu og ekki var það til að hjálpa gestunum.

Ekki voru fleiri mörk skoruð og skaust Þór á toppinn með sigrinum. Fylgst var með gangi mála hér á mbl.is

Þór - Víkingur Ó. 2:1 (Leikskýrsla)
1:0 Orri Freyr Hjaltalín (19.)
1:1 Eldar Masic (45.+3)
2:1 Jóhann Helgi Hannesson (47.)

84. mín RAUTT! Varamaður Ólafsvíkinga, Fannar Hilmarsson, fær sitt annað gula spjald og þar með rautt. Þyngist róðurinn fyrir gestina.

77. mín Þór er betri aðilinn og er yfir. Fátt sem bendir til þess að gestirnir úr Ólafsvík jafni metin eins og staðan er núna.

47. mín MARK! Staðan er 2:1. Heimamenn eru ekki lengi að komast yfir í seinni hálfleik. Jóhann Helgi Hannesson skorar eftir laglegan einleik.

45. mín Seinni hálfleikur er hafinn.

45.+3 HÁLFLEIKUR

45.+3 MARK! Staðan er 1:1. Heimamenn voru orðnir full værukærir og biðu eftir að flautað yrði til hálfleiks. Eldar Masic nýtti sér það og skoraði með góðu skoti fyrir utan teig í uppbótartíma í fyrri hálfleik. 

35. mín Það er mikil harka í leiknum og Vilhjálmur Alvar, dómari, hefur nóg að gera á flautunni.

19. mín MARK! Staðan er 1:0. Þórsarar frá aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og úr henni skorar Orri Freyr Hjaltalín með góðu skoti.

10. mín Þórsarar byrja betur og fengu mjög gott færi við upphaf leiks. Ólafsvíkingar vörðust vel og komu boltanum út úr teignum.

1. mín Leikurinn er hafinn

Mark var réttilega dæmt af Víkingum í fyrri hálfleik; þarna …
Mark var réttilega dæmt af Víkingum í fyrri hálfleik; þarna er gefið á fremsta mann sem skallaði í netið - en er greinilega rangstæður. Eldar Mesic náði hins vegar að jafna fyrir Víkingana með góðu skoti rétt fyrir leikhlé. mbl.is/Skapti
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert