Eldri kona truflaði leik - myndskeið

Heimavöllur Olympiacos. Eldri konan hefði líklega ekki getað komið sér ...
Heimavöllur Olympiacos. Eldri konan hefði líklega ekki getað komið sér í þessar aðstæður á þessum velli. Wikipedia

Áhugamannadeildin í Grikklandi er mun meira spennandi en fólk gerir sér grein fyrir, en ýmis dýr trufla leiki þar reglulega. Það var þó heldur óvæntari truflun í deildinni um helgina.

Hundar, kettir og jafnvel geitur trufla leiki reglulega í Grikklandi og virðist fólk löngu hætt að kippa sér upp við það.

Knattspyrnumennirnir í leiknum á myndbandinu hér fyrir neðan ráku upp stóru augu þegar dómarinn stöðvaði leikinn. Eldri kona með staf hafði þá gengið inn á völlinn og virtist ekki átta sig á því að hún væri á knattspyrnuvelli, eða þá að henni var slétt sama.

Hægt er að sjá myndbandið hér fyrir neðan.

mbl.is