Úrslitaleik frestað vegna Adele

Adele kom í veg fyrir fótboltaleik.
Adele kom í veg fyrir fótboltaleik. AFP

Ástralska knattspyrnusambandið hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með að þurfa að fresta úrslitaleik þar í landi vegna tónleika ensku söngkonunnar Adele.

Leikur Brisbane Lions og Adelaide átti að fara fram á Brisbane's Gabba-leikvanginum um helgina, en grasið á vellinum er skemmt eftir tvenna tónleika Adele helgina á undan. 

Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um hvort liðið verði ástralskur meistari í knattspyrnu kvenna, en leikurinn var færður til Gold Coast og verður leikinn næsta laugardag. 

mbl.is