Ættum ekki að vera pirraðir

Jürgen Klopp ræðir við Philippe Coutinho í kvöld.
Jürgen Klopp ræðir við Philippe Coutinho í kvöld. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, var nokkuð sáttur við sína menn eftir 2:2-jafnteflið við Sevilla í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu í kvöld. Liverpool var 2:1-yfir þangað til á 72. mínútu þegar Joaquín Correa jafnaði leikinn. 

„Við ættum ekki að vera pirraðir, við tökum þessu," sagði Klopp eftir leikinn. „Þetta er ekki það sem við vildum og ekki það sem við áttum skilið. Þeir fengu tvö færi og við stjórnuðum leiknum algjörlega og vorum óheppnir."

„Við hefðum getað skorað mun meira og við fáum fullt af stigum ef við höldum áfram að spila svona," sagði Þjóðverjinn

mbl.is