Isco með Real Madrid næstu árin

Isco í leiknum gegn APOEL Nicosia í gærkvöld.
Isco í leiknum gegn APOEL Nicosia í gærkvöld. AFP

Evrópu- og Spánarmeistarar Real Madrid greina frá því á vef sínum í dag að það hafi gert nýjan samning við sóknarmanninn Isco.

Isco, sem er 25 ára gamall, er nú samningsbundinn Madridarliðinu til ársins 2022 en hann kom til liðsins frá Malaga fyrir fjórum árum. Hann er annar leikmaður félagsins sem gerir nýjan samning við félagið í þessari viku en brasilíski bakvörðurinn Marcelo skrifaði undir nýjan samning í gær og gildir samningur hans líka til ársins 2022.

Isco hefur skorað 25 mörk í 130 deildarleikjum með Real Madrid og 6 mörk í 22 leikjum með spænska landsliðinu.

mbl.is