Viðar og félagar fengu skell í Kasakstan

Viðar Örn í leik með Maccabi Tel Aviv.
Viðar Örn í leik með Maccabi Tel Aviv. AFP

Knattspyrnumaðurinn Viðar Örn Kjartansson og félagar í Maccabi Tel Aviv steinlágu gegn FC Astana í Kasakstan í Evrópudeildinni þar sem lokatölur urðu 4:0.

Viðar Örn var í byrjunarliði Maccabi en fór af velli eftir 75. mínútna leik.

Maccabi hefur aðeins eitt stig eftir þrjá leiki í A-riðli Evrópudeildarinnar. Astana, Slavia Prag, Villareal og Astana hafa öll fjögur stig en þau tvö síðastnefndu mætast kl. 19:05 í kvöld.

Viðar Örn Kjartansson í baráttu við Yuri Logvinenko, leikmann Astana, ...
Viðar Örn Kjartansson í baráttu við Yuri Logvinenko, leikmann Astana, í dag. AFP
mbl.is