Messi er mannlegur (myndskeið)

Messi tekur vítaspyrnuna í gærkvöld.
Messi tekur vítaspyrnuna í gærkvöld. AFP

Argentínski fótboltasnillingurinn Lionel Messi er mannlegur en enn og aftur brást honum bogalistin á vítapunktinum í gærkvöld.

Barcelona tapaði fyrir grönnum sínum í Espnanyol, 1:0, á útivelli í fyrri viðureign liðanna í átta liða úrslitum spænsku bikarkeppninnar. Messi klúðraði vítaspyrnu á 62. mínútu leiksins í stöðunni, 0:0, þegar markvörður heimamanna varði víti hans.


og heimamenn í Espanyol tryggðu sér sigur á 88. mínútu með marki frá Oscar Melendo. Þetta var fyrsti tapleikur Börsunga frá því í ágúst.

Messi hefur tekið sex vítaspyrnur fyrir Barcelona á þessu tímabili og hefur aðeins skorað úr helmingi þeirra. Hann sagði nýlega í viðtali að hann þyrfti að bæta sig á vítapunktinum en hann hefur nú tekið 100 vítaspyrnur fyrir Katalóníuliðið og hefur skorað úr 77 þeirra.

Diego Costa skoraði sitt þriðja mark fyrir Atlético Madrid í síðustu fjórum leikjum en það dugði ekki til því liðið tapaði á heimavelli fyrir Sevilla þar sem þeir Jesus Navas og Joaquin Correa skoruðu fyrir Sevilla á síðustu tíu mínútum leiksins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert