Allt öðruvísi en á Íslandi

Sigrún Ella Einarsdóttir spilar með Fiorentina.
Sigrún Ella Einarsdóttir spilar með Fiorentina. mbl.is/Golli

Knattspyrnukonan Sigrún Ella Einarsdóttir hefur leikið með ítalska meistaraliðinu Fiorentina í vetur, bæði í ítölsku deildinni og Meistaradeild Evrópu.

Hún hefur notið lífsins í Flórens, öfugt við löndur sínar sem yfirgáfu Verona fyrr í vetur, en segir þó að þungt hafi verið yfir borgarbúum síðustu daga eftir fráfall Davides Astori.

„Það hefur gengið fínt í fótboltanum, en þetta er ALLT öðruvísi en á Íslandi,“ segir Sigrún Ella við Morgunblaðið, með áherslu í röddinni. Hún kom til Fiorentina síðasta sumar frá Stjörnunni, eftir að ítalski miðjumaðurinn Marta Carissimi hafði samband. Carissimi leikur með Fiorentina en var liðsfélagi Sigrúnar Ellu hjá Stjörnunni sumarið 2014, þegar sú síðarnefnda átti frábært tímabil og vann sig inn í íslenska landsliðið, og Stjarnan varð bæði Íslands- og bikarmeistari.

Sigrún Ella Einarsdóttir.
Sigrún Ella Einarsdóttir. Ljósmynd/Fiorentina Women's FC

Eins og ég hefði aldrei spilað fótbolta

„Ég var ekkert að pæla í einhverju svona, en svo kom þetta tækifæri og ég gat bara ekki sagt nei. Þetta er nánast annar heimur hérna í ítalska boltanum. Fyrst þegar ég kom leið mér eins og ég hefði bara aldrei spilað fótbolta áður. Þetta snýst rosalega mikið um tækni og það er mikið lagt upp úr henni á æfingum, að spila svona sambabolta, á meðan að heima snýst þetta meira um líkamlegan styrk,“ segir Sigrún Ella, en tekur undir að veran á Ítalíu hafi gert sér gott þó að hún vildi hafa spilað fleiri leiki:

„Við höldum bolta á lofti í korter á hverri einustu æfingu, svo vonandi hef ég bætt mig eitthvað í því,“ segir hún hlæjandi. „En jú, ég er alltaf að læra eitthvað nýtt og hér eru allt öðruvísi þjálfarar sem sjá hlutina á annan hátt. Þetta er bara gaman. Tímabilið hjá liðinu hefur þó verið allt öðruvísi en í fyrra, þegar liðið tapaði samtals einum leik í deild og bikar. Þær áttu bara hið fullkomna tímabil í fyrra og þetta er því erfiðara núna, en svona er bara fótboltinn og það er ekki alltaf hægt að eiga fullkomið tímabil,“ segir Sigrún Ella.

Sjá allt viðtalið við Sigrúnu Ellu í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert