Tilkynnti andlát ungs sonar síns

Santiago Canizares.
Santiago Canizares. AFP

Santiago Canizares, fyrrverandi landsliðsmarkvörður Spánverja í knattspyrnu, greinir frá andláti fimm ára gamals sonar síns á twitter-síðu sinni í dag.

Sonur Canizares lést í dag en hann hefur barist við krabbameinssjúkdóm undanfarin ár.

„Ég held að það ætti að vera ég sem segi ykkur frá þessu, í þakklæti fyrir stuðninginn sem þið hafið sýnt og þá ástúð sem ég hef fengið frá ykkur. Hann lést umkringdur friði og skildi hlutverk sitt þau fimm ár sem hann var með okkur,“ skrifar Canizares.

Canizares hóf feril sinn með Real Madrid og lék einnig með Celta Vigo og Valencia. Hann hætti eftir tímabilið 2008. Canizares lék 46 leiki með spænska landsliðinu frá 1993 til 2006.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert